Landeldislaxinn

Lax er afar umhverfisvænn í ræktun

Fóðurnýting laxins er með afbrigðum góð. Hann étur einungis 6 kíló af þurrefni fyrir hver 5 kg af holdi sem hann bætir á sig. Laxinn stendur á þann hátt framar öðrum eldisdýrum í íslenskum landbúnaði og hentar frábærlega til ræktunar.

Landeldi verndar villta laxastofninn

Villtur lax er í útrýmingarhættu. Ofveiði, breytingar á kjörlendi og ágengir stofnar þrengja að honum í sínu náttúrulega umhverfi. Þannig hefur dregið hefur úr stofnstærð um tvo þriðju hluta á síðastliðnum hundrað árum.

Landeldislax getur ekki sloppið út í náttúruna. Útilokað er fyrir lax sem elst upp í Landeldisstöðinni að sleppa út í umhverfi villta laxins. Framleiðslan sér neytendum fyrir hollri og vandaðri matvöru og dregur úr sókn í villta fiskistofna og minnkar líkur á ofveiði.

Gæðaframleiðsla skilar gæðavöru

Landeldi framleiðir náttúrulega og vistvæna matvöru, bragðgóðan og stinnan lax, ríkan af omega-3 fitusýrum, hágæða próteini og fleiri nauðsynlegum bætiefnum. 

Við ábyrgjumst að á vaxtarskeiði fisksins, frá hrygningu til slátrunar, sé Landeldislaxinn laus við öll aukaefni. Á öllum stigum framleiðslunnar eru:

  • Engin sníkjudýr
  • Engin sýklalyf
  • Engir hormónar
  • Engin aukaefni

Gott atlæti

Landeldi er meðvitað um hina siðferðislegu ábyrgð við dýraeldi. Dýravelferð er í fyrirrúmi. Lax dafnar við gott atlæti og heilbrigðar aðstæður. Athygli og umhyggja umsjónarmanna fyrir velferð dýranna eru lykilatriði í framleiðslunni. 

Gott atlæti dregur úr streitu fiskanna, tryggir betri fóðrun og er jákvætt fyrir ásýnd rekstursins. Dýravelferð er ekki síður neytendamál en umhverfisvernd.

Rúmgóð ker

Fiskikerin eru rúmgóð til að draga úr streitu. Gott rými eykur vaxtarmöguleika, gæði og fyrirsjáanleika í framleiðsluferlinu. 

Heilbrigði lífhvolfa og fiskikerja

Framleiðslustöðvar Landeldis eru með tvöfaldar sóttvarnir til að verjast sýkingum og koma í veg fyrir dreifingu á milli kerja skyldi koma upp sýking.

1 - Sóttvarnir lífhvolfa

Fyrra lag sóttvarna kallast „lífhvolf“. Lífhvolf er sett af sjö eldiskerjum. Það hýsir kynslóðir laxa sem hafa verið ræktaðar í öðrum lífhvolfum. Hvert lífhvolf um sig er varið gagnvart öðrum lífhvolfum með einföldum merkingum. Starfsmenn mega aldrei koma inn í tiltekið lífhvolf án þess að klæðast hlífðarfatnaði merktum því lífhvolfi. 

2 - Sóttvarnir kerja

Seinna lag sóttvarna felst í því að hvert eldisker um sig er aðskilið öðrum kerjum innan lífhvolfsins. Enginn vökvi eða önnur efni fá að komast á milli kerjanna. Hverju keri fyrir sig fylgir sér sett af verkfærum til að tryggja að hugsanleg smit berist ekki á milli kerja. 

Eftir því sem laxinn stækkar flyst hann yfir í vandlega þrifið rýmra ker.

Flutningur og grisjun

Landeldi forðast eftir fremsta megni að valda löxunum streitu þegar þeir flytjast á milli kerja og einnig þegar þeir eru færðir til slátrunar. Aðskilin lífhvolf, innbyggt flutningskerfi og regluleg grisjun laxanna fram að slátrun lágmarkar streitu og truflun á fóðrun.