Kjöraðstæður

Einstök gæði íslenskrar náttúru

Á vatnstökusvæði okkar er óþrjótandi uppspretta ferskvatns og saltvatns við kjörhitastig allt árið um kring. Sjálfkrafa og náttúruleg hraunsíun vatnsins í gegnum bergið undir fiskeldisstöðinni hreinsar það, jafnar hitann og skapar kjöraðstæður fyrir laxeldisstöð í mikilli framleiðslu. Landeldi er staðsett í námunda við alþjóðlega skipahöfn, í landi sem framleiðir gnægð 100% hreinnar og endurnýjanlegrar orku. Við Þorlákshöfn er allt sem þarf saman komið á einum stað.

Þetta gefur Landeldi mikið samkeppnisforskot sem hljómar nánast of gott til að vera satt en staðreyndirnar tala sínu máli.

Gljúpt berg, kristaltært vatn og jarðvarmi

Þegar kemur að því að framleiða vöru til manneldis, þá eru fyrsta flokks auðlindir nauðsynlegar til að skapa gæðaafurð. Staðsetning eldisins veitir Landeldi forskot sem erfitt er að jafna.

  • Landeldislaxinn er klakinn og alinn í óspilltu fersk- og saltvatni, sem dælt er upp úr landi í okkar eigu.
  • Jarðvarmi beint undir fiskeldisstöðinni vermir vatnsbirgðirnar neðanjarðar upp í kjörhitastig.
  • Vatnstökuaðferðin er sjálfbær og viðheldur stöðugum hita í kerjunum sem dregur úr streitu laxins og hámarkar velferð hans.
  • Hraunsíun fjarlægir óæskilegar agnir og dýr, s.s. þörunga og laxalús, úr vatninu.

Hraunsíun um gljúpt berg

Deep Atlantic Geothermal Wonder

Röð eldgosa fyrir fimm til sjö þúsund árum olli hraunflæði út í Atlantshafið á og við starfsstöð Landeldis í Ölfusi. Hröð kólnun hraunsins í sjónum myndaði óteljandi örfínar loftbólur inni í berginu. Af þeim sökum er bergið gljúpt, líkt steingerðum svampi. Það hefur þann eiginleika að sía á náttúrulegan hátt grunnvatn og sjó sem safnast fyrir í jarðlögunum. Það er vatnið sem við notum í starfsemi okkar.  Íslensk eldvirkni djúpt í jörðu vermir bergið og tryggir stöðugan hita eldisvökvans árið um kring.

Þegar Ísaldarjökullinn bráðnaði reis land úr sjó og skapaði meðal annars landgrunnið þar sem nú rís eldisstöð Landeldis. Á þeim árþúsundum sem síðan eru liðin hefur landshlutinn fjarlægst helstu eldvirknisvæðin og er í tiltölulega öruggri fjarlægð frá háhita- og áhættusvæðum eldsumbrota.