Laxeldisstöð Landeldis

Frábær staðsetning og aðstaða til flutnings á markaði

Þauleldisstöð Landeldis er á Suðurlandinu, við Laxabraut sem er aðeins steinsnar frá alþjóðlegri skipahöfn í Þorlákshöfn.

Staðsetningin tryggir beinan og skjótan flutning á markaði okkar erlendis og gerist ekki betri á Íslandi. Samanborið við Reykjavíkurhöfn sparast 16 klukkustundir við flutning laxins á Evrópumarkað. Þannig lækkar bæði kostnaður og kolefnisspor. 

Endurnýjanleg orka

Orkuframleiðsla á Íslandi er að öllu leyti vatnsafls-, jarðvarma- eða vindorka sem er 100% endurnýjanleg og án kolefnisspors.

Orkuöryggi er grundvallaratriði í landeldi á fiski. Orkunotkun Landeldis er að mestu vegna sjó- og ferskvatnsdælingar úr borholunum. Stöðugt rennsli á súrefnisríku vatni er undirstaða heilbrigðis og velferðar Landeldislaxins.

Landeldi og orkan

Tryggir innviðir

Einstakir orkuinnviðir Íslands eru lykillinn að öryggi rekstrarins. Tryggur orkuflutningur, ásamt hagstæðu og jöfnu verði, veitir langtíma fyrirsjáanleika og stöðugleika inn í rekstrarumhverfið

Hönnun og aðferð

Eldisstöðvar Landeldis eru hólfaskiptar. Þær verða byggðar í fjórum þrepum á milli áranna 2021 og 2027. Á þeim tíma mun láta nærri að framleiðslan tvöfaldist á tveggja ára fresti. Árið 2022 verður framleiðslan fimm þúsund tonn og áætlað er að framleiðslan verði 20 þúsund tonn árið 2027 og um 33.500 tonnum 2029.

Hönnun og tækni Landeldis

Við notum gegnumstreymiskerfi með stillanlegri endurnýtingu eða "Flow-through with re-use (FTS-R)" til að hámarka nýtingu vatns sem dælt er upp úr borholunum til notkunar við framleiðsluna. Annars vegar er þannig dregið úr háum kostnaði og bilanahættu sem getur fylgt hringrásarkerfum (RAS) sem taka lítið eða ekkert inn af fersku vatni. Hinsvegar dregur endurnýting FTS-R úr gríðarlegri vatnsþörf staðlaðra gegnumstreymiskerfa (FTS).

FTS-R kerfið býður því upp á besta úr báðum heimum. Það hreinsar, endurnýtir og súrefnismettar allt að tvo þriðju hluta þess sjávar sem í kerin flæðir og blandar saman við hann einum þriðja hluta af ferskum sjó. Því hlutfalli getum við svo breytt eftir þörfum. Þessi aðferð eykur stórkostlega öryggi framleiðslunnar þar sem körin þurfa aðeins að nota ferskvatn og sjó úr borholunum að hluta til.

Klakstöðvar á heimsmælikvarða

Tvær milljónir seiða hafa klakist í seiðastöð Landeldis, sem staðsett er að Öxnalæk við Hveragerði. Seiðadauði er með allra minnsta móti, en notast er við gegnumstreymiskerfi með fersku vatni og náttúruvottað fóður eingöngu. Allt vatn sem notað er við ræktunina kemur úr okkar eigin borholum á staðnum. Vatnshitastigið er kjörið fyrir seiði og er að fullu hitað með jarðvarma.

Klakstöðin framleiðir sterk og hraust seiði tilbúin til flutnings yfir í laxeldisstöð Landeldis.

Allt ofangreint gerir klakstöð Landeldis að umhverfisvænni starfsemi með kolefnisspor í algeru lágmarki.