Umhverfisvernd

Ábyrgur rekstur

Starfsemi Landeldis byggist á tillitssemi við umhverfið. Hugað er að umhverfismálum allt frá seiðaeldi til afhendingar vöru í hæsta gæðaflokki. Við leitumst við að mæta áskorun um sjálfbærni og draga úr loftslagsvá eftir fremsta megni. Umhverfismál eru neytendamál og Landeldi stefnir á að verða leiðandi í fiskeldisiðnaði þegar kemur að nýtingu, endurvinnslu og mengunarvörnum.

Framtíð endurnýtingar

Landeldislaxinn er alinn í súrefnisríku, tæru íslensku lindarvatni og sjó frá öflugum úthafsstraumum.

  • Vatnið er endurnýjanlegt og sótt í okkar eigin borholur við eldisstöðvarnar. 
  • Orkan til framleiðslunnar er að fullu endurnýjanleg íslensk orka.
  • Landeldislaxinn er alinn á sérblöndu af hágæða fóðri frá umhverfisvottuðum fóðurframleiðendum.
  • Náttúruleg hraunsíun vatnsins í gegnum bergið undir laxeldisstöðinni fjarlægir þörunga, gerla og mengandi agnir.
  • Jarðvarminn undir stöðinni tryggir kjörhitastig vatnsins árið um kring, sparar orku og minnkar sóun.

 

Landbætandi laxeldi

Affallsvatn er síað í gegnum tromlusíur þegar því er veitt úr kerjunum og öllum úrgangi er safnað.

Laxamykjan er verðmæt aukaafurð með mikla möguleika í þágu umhverfisins. Áætlanir eru um að nýta hana í framleiðslu á náttúrulegum, jarðvegsbætandi áburði, í stað þess að losa hana sem úrgang. Hann hentar til dæmis vel til landgræðslu, jarðvegsbætingar og sem áburður í hefðbundnum landbúnaði.

Áburðarframleiðslan er kjarni áhuga okkar á landbótum. Hreinleiki afurðarinnar er tryggður:

  • ENGIN sníkjudýr
  • ENGIN sýklalyf
  • ENGIN hormón
  • ENGIN aukaefni

Við leggjum okkur fram við að vinna í sátt við umhverfið og nota náttúrulega ferla eins og auðið er.