Saga Landeldis

Landeldi ehf. er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að laxeldi sem fer að öllu leyti fram á landi. Félagið var stofnað árið 2017 og hefur ætíð lagt mikla áherslu á nýsköpun og þróun eigin lausna. Að því standa frumkvöðlar með reynslu og áhuga á fiskeldi, byggingariðnaði, jarðhitavinnslu, viðskiptum og fjármálum.

Aflað hefur verið allra tilskilinna leyfa. Landeldi fékk umhverfismat samþykkt árið 2020 og starfsleyfi 2021 og gat þá hafið framkvæmdir. Gengið var frá kaupum á landi undir laxeldið við Þorlákshöfn auk seiðastöðvar að Öxnalæk. Starfsemin er þegar hafin og kaupendur að afurðunum hafa verið tryggðir.

Landeldisteymið

Grundvöllur fyrirtækisins og sýn til framtíðar: 

  • Tilgangur: Að skapa verðmæti með því að ala ljúffengan gæðalax á landi og gæta í hvívetna að velferð þeirra við framleiðsluna. 
  • Innblástur: Að sýna fram á að framleiða megi lax í miklu magni með jákvæðum áhrifum á vistkerfin í kring og á hagkvæmari hátt en tíðkast hefur. 
  • Sýn: Við munum svara kalli neytenda eftir hreinum, vönduðum og hollum matvælum á samkeppnishæfu verði. Við ætlum að verða iðnaðinum hér á landi leiðarljós í þeim efnum, mæta sívaxandi kröfum í umhverfismálum og gæta að velferð dýra. Við ætlum að leiða þessa þróun, gera það tímanlega og fylgja stefnunni til framtíðar.
  • Markmið: Að skapa hringrásarhagkerfi fyrir sjálfbæra og hagkvæma framleiðslu á hágæða matvöru. 
    Lausn: Við nýtum einstakar náttúrulegar aðstæður til að lækka kostnað, draga úr sóun og ala lax á sjálfbæran hátt og alfarið á landi. Við styðjum og nýtum okkur fræðasamfélagið og veljum samstarfsaðila af kostgæfni. Jafnframt snúum við vörn í sókn í mengunarmálum með því að breyta úrgangi sem fellur til við framleiðsluna í verðmæta afurð sem bætir umhverfið.

 

Viltu taka þátt í að byggja upp sjálfbært laxeldi á landi

Hér má finna laus störf hjá Landeldi

 

 

Stjórnendur

Eggert Þór Kristófersson
Forstjóri

Eggert starfaði í þrettán ár hjá Íslandsbanka og Glitni þ.m.t. sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis á Íslandi og í Finnlandi. Hann býr yfir ellefu ára reynslu sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og síðar forstjóri N1, sem síðar varð Festi hf, og var ásamt því stjórnarformaður fjölmargra íslenskra og erlendra fyrirtækja.

Hann er með Cand. Oecon. gráðu á endurskoðunarsviði í viðskiptafræði frá HÍ og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Netfang: [email protected]

Bjarni Már Júlíusson
Yfirmaður hönnunarsviðs

Bjarni hefur reynslu af þróunar- og nýsköpunarverkefnum ásamt orkuskiptum og stjórn orkumála.

Í meira en þrjátíu ár hefur hann stjórnað fyrirtækjum og setið í stjórnum. Hann starfaði sem tæknistjóri hjá orkufyrirtæki í almannaeigu og var framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

Hann er með meistaragráðu í verkefnastjórnun MPM, B.Sc. í rafmagnsverkfræði og sjávarverkfræði.

Netfang: [email protected]

Guðmundur Þórðarson
Yfirmaður framkvæmdasviðs

Guðmundur er húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur frá Horsens Ingeniörhöjskole í Danmörku.

Hann hefur stýrt fjölda umfangsmikilla verkefna í gegnum tíðina sem eru mörg hver sérhæfð m.a. stækkun álverksmiðju ÍSAL, byggingu fóðurverksmiðju fyrir lax í Noregi, jarðgangnagerð, virkjanir á Íslandi og Grænlandi ásamt fjölda annara verkefna.

 

Netfang: [email protected]

Helgi Þór Logason
Yfirmaður fjármálasviðs

Helgi er viðskiptafræðingur, cand.oecon, frá Háskóla Íslands 1998 og MBA frá McDonough School of Business (Georgetown University) 2009.

Hann starfaði hjá Landsbréfum 1998 til 2001 og hjá Íslandsbanka 2001 – 2007 við fjárfestingar og var fjármálastjóri Fjarðarlax, framkvæmdastjóri Kex hostel og framkvæmdastjóri Festi fasteigna.

Netfang: [email protected]

 

 

Rúnar Þór Þórarinsson
Yfirmaður sjálfbærni- og þróunarsviðs

Stjórnarformaður Landeldissamtaka Íslands. Raðfrumkvöðull og leikjahönnuður til tveggja áratuga. Stofnandi fjölda nýsköpunarfyrirtækja sem hlotið hafa ýmsa styrki til nýsköpunar- og þróunarverkefna. Þrjátíu ára reynsla af skapandi hönnun, þróun og stjórn verkefna hjá Funcom AS, CCP hf. og NLS auk ótal sjálfstæðra verkefna, innflutnings og sölu.

Rúnar er útgefinn höfundur, spila- og tónlistarútgefandi og bókmenntafræðingur frá Háskólanum í Tromsö og á yngri árum aðstoðaði hann við rannsóknir og þróun á landeldi silunga á Austurlandi á yngri árum.

Netfang: [email protected]

 

 Stefán Páll Ágústsson
Yfirmaður rekstrarsviðs

Stefán er ástríðufullur áhugamaður um lax og hefur haft umsjón með villtum laxastofnum og laxám um árabil.

Hann var fjármálastjóri hjá EC Software síðastliðin sjö ár. EC Software starfrækir fjögur fyrirtæki í þremur löndum, á Íslandi, í Svíþjóð og á Indlandi.

Stefán er M.Sc. í endurskoðun frá Háskóla Íslands.

Netfang: [email protected]

 

 

Lykilstarfsmenn

Amelía Ósk Hjálmarsdóttir
Gæðastjóri áframeldis

Amelía er menntaður sjúkraliði og með B.Sc. í sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún var framleiðslu- og gæðastjóri hjá Fisherman Iceland á Suðureyri og skrifaði B.Sc. ritgerðina sína um innleiðingu á RAS kerfi í seiðaeldisstöð í Noregi.

Verkefnið snérist um að búa til nýja framleiðsluáætlun, og út frá fyrirliggjandi forsendum leiddu útreikningar í ljós verulega lífmassaaukningu milli valkosta.

Email: [email protected]

 

 

Guðmundur Þórðarson
Innkaupastjóri


Guðmundur er vélfræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu af sjávarútvegi innanlands og erlendis og af vinnslu sjávarafurða, bæði í landi og um borð í skipum.


Hann starfaði í fjölda ára sem útgerðarstjóri og tæknistjóri við útgerð stórra verksmiðjutogara sem stunduðu veiðar erlendis. Sem slíkur stjórnaði hann stórum breytingaverkefnum, hélt utan um innkaup, ásamt yfirumsjón með hönnun og niðursetningu á vinnslulínum og tæknibúnaði.

Email: [email protected]

Haraldur Snorrason
Seiðaeldisstjóri

Haraldur hefur starfað sem eldisbóndi og skipstjóri í áratugi. Reynsla hans er víðtæk eftir tólf ár í fiskeldi og hefur alið ótal kynslóðir frá klaki til slátrunar. Hann starfaði í þrjú ár við framleiðslustjórn laxeldisstöðvar í Noregi og er einn stofnenda Landeldis.

Netfang: [email protected]landeldi.is

Ingi Karl Ingólfsson
Verkefnisstjóri Rannsókna- og Greiningarmála

Ingi hefur fimmtán ára reynsla af alþjóðlegum bankaviðskiptum á Íslandi og erlendis. Hann hefur starfað við ýmis fjármögnunarverkefni undanfarin fimm ár, gert viðskiptaáætlanir, séð um hlutafjármögnun og fjármögnun skulda, auk stefnumótunar fyrirtækja. Ingi Karl er einn stofnenda Landeldis.

Netfang: [email protected]landeldi.is

Jónas Elvar Halldórsson
Verkefnisstjóri

Jónas hóf feril sinn í laxabransanum sem leiðsögumaður, aðeins 16 ára gamall og vann við það í fimm ár. Allar götur síðan hefur hann starfað við umsjón og rekstur villtra laxáa á Íslandi.

Hann er reyndur frumkvöðull sem starfaði í tvö ár við framkvæmdastjórn í framleiðslufyrirtæki með yfir 50 starfsmenn. Hann hefur starfað sem sjálfstæður fjármálaráðgjafi í mörg ár með stjórnun og yfirtöku sem sérsvið, ásamt þróun og endurskipulagningu.

Netfang: [email protected]landeldi.is

 

Sólveig Dröfn Símonardóttir
Gæðastjóri seiðastöðvar

Sólveig er menntuð í fisktækni, fiskeldi og gæðastjórnun og byrjaði að vinna í laxeldi árið 2016 og hóf störf hjá Landeldi 2022. Hún var gæðastjóri hjá matvæla og fóðurframleiðslufyrirtækjum síðustu ár þar á undan.

Sólveig er dýnamísk og fjölhæf og og gengur í fjölbreytt störf í seiðaeldinu við Öxnalæk, meðfram því að sinna eftirliti og gæðastjórnun.

Netfang: [email protected]

 

 

 

Kristinn Marinósson
Tæknistjóri

Sjávarútvegsfræðingur með yfir 6 ára reynslu í hátæknilausnum í fiskeldi hjá Vaki fiskeldiskerfum.

Reynsla í sölu hjá Vogue.

Körfuknattleiksleikmaður í efstu deild til margra ára ásamt þjálfun í yngriflokkum.

Netfang: [email protected]landeldi.is

Valgarð Jónsson

Aðstoðar seiðastöðvarstjóri

Valgarð er Eyjapeyji, Eftir að stofna og reka veitingastaðinn Pizza 67 í Eyjum árið 1993 sótti hann sjóinn í tuttugu ár á sjó. Hann flutti á Selfoss 2019 og hóf störf hjá Landeldi árið 2021.
 
Vélstjórn 2.stig. Skipstjórn 3.stig. Útvegsrekstarfræðingur frá Tækniakademíu T.Í. Rekstrarfræðingur frá Tækniakademíu T.Í.
Fiskeldistæknir frá Fisktækniskóla Íslands.

 

Netfang: [email protected]

 

Þorvaldur Arnarsson

Verkefnisstjóri

Þorvaldur er formaður Búgreinadeildar landeldis hjá Bændasamtökum Íslands.

Hann er lögfræðingur að mennt og leggur nú lokahönd á meistaragráðu í sjávarauðlindafræði við Háskóla Íslands.

Þorvaldur var sjómaður um árabil og hefur komið að sjávarútvegi og fiskveiðum hvers konar frá flestum hliðum. Þá er hann ástríðulaxveiðimaður og dyggur stuðningsmaður ákveðins liðs í ensku knattspyrnunni.

Netfang: thorvaldur@landeldi.is

 

 

Stjórn

Halldór Ólafur Halldórsson
Stjórnarformaður

Ólafur hefur yfirgripsmikla þekkingu á rekstri laxáa og 15 ára reynslu af umsjón klaks og seiða.

Hann býr yfir fimm ára reynslu af borunum og nýtingu jarðvarma á Íslandi og yfir tíu ára reynslu af byggingariðnaði og fasteignaþróun.

Ólafur á að baki í fjórtán ár sem framkvæmdastjóri Grófin Business Development og hefur haft stýrt samruna, yfirtöku og fjármögnun. Hann er einn stofnenda Landeldis.

 

Baldvin Valdimarsson
Stjórnarmaður

Sem framkvæmdastjóri Málningar hf. til margra ára hefur Baldvin komið víða við í íslensku viðskiptalífi.

Hann hefur áratuga reynslu af stjórnarsetu í ýmsum greinum viðskiptalífsins og er virkur fjárfestir í fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum í lyfjaiðnaði og upplýsingatækni, svo sem Controlant og Invent Pharma.

Júlíus Þorfinnsson
Stjórnarmaður

Júlíus Þorfinnsson er rekstrarstjóri fjárfestingafélagsins Stoða hf. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2010 til 2021.

Hann hefur mikla reynslu af stjórnun og stjórnarsetu í ýmsum greinum, bæði hjá skráðum og óskráðum félögum á Íslandi og erlendis.

 

Kristján Th. Davíðsson
Stjórnarmaður

Kristján er sjávarútvegsfræðingur M.Sc. frá Tromsö, Noregi og hefur yfir þrjátíu ára reynsli af fiskiðnaði, þar með talinni stjórnun, sölu og fjármögnun.

Hann er starfandi stjórnarformaður Brims hf., stjórnarmaður í fjölmörgum félögum tengdum sjávarútvegi og stjórnarmaður í Marine Stewardship Council (MSC) síðan í maí 2021. 

 

 

Ráðgjafar og lykilverktakar

Kjell Erik Røvang
Ráðgjafi og Lykilverktaki

Stjórnarformaður og Þróunarstjóri nánasta samstarfsaðila Landeldis, Nordic Clean Pumps. Stýrir þróun og uppsetning TGC og Sideflow kerfanna fyrir Landeldi og hönnunarráðgjafi þvert á svið og verkefni varðandi uppbyggingu stöðvar og dýravelferð.

Yfirgripsmikil þekking og reynsla af þróun fiskeldislausna.

Netfang: [email protected]nordiccleanpumps.no